A­alfundur

 • Skrifa­: 28. jan˙ará2020 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Stjórn Björgunarhundasveitar Íslands boðar til aðalfundar sveitarinnar föstudaginn 28. febrúar í sal SL í Skógarhlíð 14.

Á döfinni eru hefðbundin aðalfundarstörf.Lesa fŠrslu

Snjˇflˇ­aleitarhundar

 • Skrifa­: 16. jan˙ará2020 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

25 ár eru síðan hamfarasnjóflóð féllu á byggð í Súðavík og Flateyri. Sorg og skelfing hertóku íslensku þjóðina og fólk sat límt við viðtækin til að hlusta á fréttir af þeim hetjulegu björgunarafrekum sem unnin voru í afar erfiðum aðstæðum í fárviðri, myrkri og kulda.
Snjóflóðaleitarhundar, mannafli, tæki og tól voru flutt með skipum í aftakaveðri til að koma bæjarbúum til hjálpar og auka mannskapur og hundar fluttur sjóleiðis um langan veg. Allt landið lagðist á eitt til að hjálpa og ljóst er að samtakamátturinn var mikill meðal björgunarmanna.

Þar sýndu hundarnir enn og aftur hvers þeir eru megnugir og hversu dýrmætar bjargir þeir eru við slíkar aðstæður. Snjóflóðin voru gífulaga stór og brak og rústir húsa og mannvirkja gerðu hefbundna leit með snjóflóðastöngum nær ómögulega. Þeir hundar sem þar störfuðu og eru fyrir löngu farnir yfir móðuna miklu, áttu stóran þátt í þeirri mannbjörg sem þar varð. Þeirra verður alltaf minnst af alúð og virðingu.
Í kjölfarið af flóðunum varð mikil vakning og aukinn áhugi á notkun hunda í leit. Með tímanum hefur þó dregið úr þeim áhuga og er nú komin upp sú staða að þeir sem standa að þjálfun snjóflóðahunda þ.e. Björgunarhundasveit Íslands og Leitarhundar SL hafa lýst yfir áhyggjum sínum af skorti þeirra á landsbyggðinni. Þar þarf að lyfta grettistaki og tryggja það að hundar séu til staðar í þeim byggðum sem eru staðsettar á þekktum snjóflóðahættusvæðum. Í snjóflóðum skiptir tíminn mestu máli og getur skilið milli lífs og dauða. Það er því umhugsunarvert að flytja þurfi hunda landshorna á milli þar sem hver mínúta skiptir sköpum.

Í ljósi atburða síðustu daga erum við enn og aftur minnt á hvað íslensk náttúra hefur upp á að bjóða með vályndum veðrum og þeim hættum sem skapast við slíkar aðstæður.
Að þjálfa snjóflóðaleitarhunda er þrotlaus vinna sem krefst mikils af bæði mönnum og hundum. Björgunarstarf er í eðli sínu óeigingjörn vinna sem miðar að því að vera til staðar þegar neyðin er mest, með þá þekkingu, reynslu og tækni sem þarf til að bjarga mannslífum og verðmætum.
Einkunarorð Björgunarhundasveitar Íslands "Hundar í þína þágu" lýsa starfsemi okkar vel þar sem við leggjum mikla áherslu á að þjálfa hunda og mannskap til að sinna þeim verkum sem okkur eru falin af fagmennsku og alúð.
Með þessum orðum viljum við hvetja alla þá sem hafa áhuga á að starfa á þessum vettvangi að kynna sér starfið og hafa samband. Við tökum vel á móti áhugasömum einstaklingum og efnilegum hundum sem eru viljugir til að starfa við björgunarstörf.

Að lokum langar okkur til að hvetja félaga okkar í björgunarsveitum SL til að vera vakandi fyrir einstaklingum sem langar að hefja þessa vegferð með hundinum sínum og styðja þá í að taka þau skref sem taka þarf á þeirri leið.
Meðfylgjandi viðtal við Hermann Þorsteinsson lýsir vel hvernig hundar virka í þeim aðstæðum sem voru til staðar í Súðavík og Flateyri. Hermann starfaði bæði með Björgunarhundasveit Íslands og Leitarhundum SL og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Við sem þekktum hundinn hans, Mikka, minnumst hans með hlýju sem og þeirra ferfættu vina okkar sem hafa kvatt þennan heim.

https://timarit.is/files/12181406…Lesa fŠrslu

Sumarstarfi­ hafi­

 • Skrifa­: 17. maÝá2019 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Víðavangsæfingar eru í fullum gangi og verður fyrsta víðavangsúttekt sumarsins haldin á og við Bifröst í Borgarfirði helgina 24. til 26. maí. Á þessu svæði eru mörg krefjandi og skemmtileg leitarsvæði fyrir hunda á öllum stigum þjálfunar og er alltaf tilhlökkun hjá okkur að komast á úttekt í Borgarfirðinum. Helgina 17. til 18. ágúst verður svo haldin úttekt á suðurlandinu og helgina 21. til 22. september verður svo síðasta úttekt sumarsins haldin við höfuðborgarsvæðið.

Víðavangsútköll eru lang stærstur hluti þeirra útkalla sem við sinnum með hundunum okkar og að sama skapi tímafrekasta æfingarformið. Eftir að hafa farið í gegn um C, B og A próf til að teljast fullþjálfað teymi þurfum við að fara í endurmat á hverju ári til að sýna fram á að við höfum haldið þjálfuninni við og eigum erindi á útkallsskrá. Endurmatssvæði er allt að ferkílómeter að stærð og höfum við þrjá tíma til að finna þá sem faldir eru í svæðinu, sem geta verið 1 til 4 einstaklingar en við vitum fyrirfram ekki hversu margir eru faldir. Prófsvæðin eru mis erfið yfirferðar og prófin tekin í misjöfnum veðuraðstæðum svo það getur tekið allt frá klukkutíma upp í þrjá tíma að ljúka leit á svæðinu.  

Það er alltaf gaman að fylgjast með og aðstoða við þjálfun nýrra hunda, fylgja þeim eftir og sjá svo teymin uppskera fyrir erfiðið með því að ná sínum prófum. Við erum með hunda á öllum stigum þjálfunar, allt frá ungum hundum sem eru að stíga sín fyrstu spor í leit til reyndra leitarhunda sem hafa farið í gegn um mörg endurmöt. Hver hundur fær einstaklingsmiðaða þjálfun og eru próf sett upp eftir því hvaða verkefni prófdómarar vilja sjá teymin leysa á hverju stigi þjálfunar.

Við hvetjum áhugasama hundaeigendur til að finna síðuna Æfingar og námskeið Björgunarhundasveitar Íslands á facebook og líka við hana en þar koma fram upplýsingar um allar æfingar okkar. Við erum alltaf tilbúin til að taka á móti áhugasömum eigendum og vinnusömum hundum sem vilja kynna sér okkar mikilvæga starf.Lesa fŠrslu

Snjˇflˇ­aleitar˙ttekt loki­

 • Skrifa­: 27. marsá2019 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Fimm daga snjóflóðaleitarúttekt Björgunarhundasveitarinnar lauk í dag. Að þessu sinni héldum við úttektina í Bláfjöllum í vægast sagt afar rysjóttu veðri. Að venju buðum við upp á fyrirlestra og fræðslu í lok dags og fræddumst við meðal annars um mótun og þjálfun leitarhunda, mikilvægi þeirra sem fela sig fyrir hundana okkar og dýralæknirinn okkar kenndi okkur fyrstu hjálp fyrir hunda. 

Á mánudagskvöld héldum við sveitarfund og þangað kom Tómasz Þór Veruson og sagði okkur frá ótrúlegri lífsreynslu sinni er hann grófst í snjó þegar snjóflóðið féll á Súðavík í janúar 1995. Meira en 24 klukkustundum eftir að hann grófst fann snjóflóðaleitarhundur hann grafinn á margra metra dýpi. Frásögn Tómaszar var afar sterk og hvetur okkur til að gera enn betur í þjálfun snjóflóðaleitarhunda enda aldrei að vita hvenær okkar verður þörf. 

Niðurstöður úttektarinnar eru eins og best verður á kosið, einn A-endurmatshundur, þrír A hundar, þrír B hundar og sjö C hundar. Við erum sérstaklega ánægð með alla nýju C hundana okkar enda er endurnýjun leitarhundanna okkur afar mikilvæg. Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur