10. útkall 18. júní 2011 – Leit á svæði 16

Björgunarhundasveit Íslands fékk útkall síðastliðin laugardag, Manns var saknað sem ætlaði að hlaupa frá Selsundi við Heklurætur til Hellu.

Þegar hann skilaði sér ekki á tilætluðum tíma voru björgunarhundar auk annarra björgunarsveita kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls tóku um 70-80 björgunarsveitamenn þátt í leitinni og 7 hundar frá Björgunarhundasveit Íslands ásamt aðstoðarfólkinu, Elínu, Bjarka og Birni. Tvö teymi komu frá Leitarhundum.

Teymi frá BHSÍ voru :
Ingimundur og Frosti
Jóhanna og Morris
Valur og Funi
Eyþór og Bylur
Nick og Skessa
Skúli og Patton
Krissi og Tása