15. Útkall 10. Nóvember 2011 – Leit á svæði 16

Björgunarhundasveit Íslands var eins og flestar sveitir á landinu kallaðar til leitar að sænskum ferðamanni sem saknað var.

Leitað var fyrst á Fimmvörðuhálsi við mjög erfið leitarskilyrði en eftir vísbendingar var leitinni beint að Sólheimajökli þar sem leita þurfti jökulinn og nánasta umhverfi. Það voru alls 11 hundateymi sem fóru frá BHSÍ til leitar á meðan aðgerðinni stóð yfir. Mjög erfið leitarskilyrði og reyndi það mjög á menn og hunda. Maðurinn fannst síðar í sprungu á Sólheimajökli.

Hópsstjóri og aðstoðarmenn voru Ingimundur, Elín og Björn.

Björk og Krummi, Jóhanna og Morris, Eyþór og Bylur, Helgi og Gæskan, Ólína og Skutull, Krissi og Tása, Snorri og Kolur, Hafdís og Breki, Halldór og Skuggi og Nick og Skessa