Aðalfundur BHSÍ

Aðalfundur Björgunarhundasveitarinnar fór fram 13. maí síðastliðinn í Skógarhlíð.

Á dagskránni voru hin hefðbundnu aðalfundarstörf. Formaður sveitarinar las skýrslu stjórnar og gjaldkeri lagði fram endurskoðaða ársreikninga. Síðan kom að kosningu formanns, stjórnar og fræðslunefndar.

Elín Bergsdóttir var endurkjörin formaður. Auður Yngvadóttir var kosin inn í stjórn í staðinn fyrir Susanne Götzinger sem er flutt erlendis. Kristinn Guðjónsson var endurkjörinn í stjórn. Gunnar Gray kom inn í varastjórn í staðinn fyrir Guðbjörgu Jensdóttur sem einnig er flutt erlendis. Fræðslunefnd er sú sama og áður.

6 nýir félagar voru teknir inn að þessu sinni en það eru: Anna S. Sigurjónsdóttir, Björk Arnardóttir, Björn Þorvaldsson, Eyþór Fannberg, Snorri Þórisson og Valgerður Guðsteinsdóttir. Bjóðum við þau velkomin í
sveitina. Eftir inntöku nýrra félaga tóku við umræður um önnur mál. Um kvöldið fór svo hópurinn saman út að borða og átti skemmtilega kvöldstund saman.