Æfing í Bláfjöllum

Í dag 6. febúar var haldin langþráð snjóflóðaleitaræfing í Bláfjöllum við ágætis aðstæður.  10 teymi voru mætt, ungir hundar og lengra komnir og var æft á tveimur svæðum frá 10 til 16 undir stjórn Ingimundar og Maurice.

Mikil lausamjöll var yfir öllu en hinsvegar þurfti að leita aðeins að nægjanlega djúpum sköflum fyrir holugröft.  Það var gott að fá tækifæri fyrir hundana að komast í snjó og læra eða rifja upp fyrir vetrarnámskeið í Mars.  Og hver veit nema annað tækifæri gefist í Bláfjöllum þetta árið!