Æfing og komandi æfingar

Æfing var haldin í dag að Laugalandi. Það var virkilega góð mæting en alls mættu 13 manns en þar af voru 11 hundar.

Við byrjuðum að sjálfsögðu á byrjuninni, á kaffibolla hjá Drífu svo var ekki annað að gera en að drífa sig út í kuldann. Það var 8 stiga frost og hörkuvindur. Sett voru upp svæði fyrir eldri hundana og nýliðarnir sem voru tveir hvolpar bara 4 mánaða og 6 mánaða fengu að spreyta sig, virkilega flottir hvolpar þar á ferð.

Nú gömlu baukarnir fengu æfingu og leystu þeir flestir verkefnið nokkuð hratt og örugglega, einn og einn leysti þó verkefnið örugglega 🙂

Á æfinguna voru mætt:

Drífa og Casey, Lúkas og Dózer
Björk og Krummi
Ingimundur og Frosti
Elín og Katla, Skotta
Jóhanna og Morris
Halla og Pjakkur
Adda og Lína ehf.
Valur og Funi

Ásamt fígúröntunum Oliveru og Bjarka frá HSSH, Tryggva úr BFÁ og Þórhalli og Árný. Við þökkum þeim kærlega fyrir hjálpina! það eru bara þeir hörðustu sem vilja liggja úti í þessum kulda.

Eftir æfinguna hittumst við aðeins og ræddum málin og ákveðið var að hittast næsta sunnudag, 16. janúar klukkan 11 á suðurstrandarveginum, rétt við afleggjarann hjá Þrengslum, þar ætlum við að finna góðan stað til að leggja bílunum og æfa. Hægt verður að hringja í mig til að fá nánari upplýsingar.

En framvegis ætlum við að hittast alla sunnudaga klukkan 11, fer eftir veðri og vindum hvort við færum æfingarnar eitthvað.

Síðustu helgina í janúar 29.-30. stefnum við á æfingahelgi. Nokkrir jeppasjúklingar ætla að kanna snjóalög á föstudeginum fyrir helgina og ef nægur snjór er ætlum við að æfa snjóflóðaleit. Ef ekki munum við æfa víðavang, spor og rústir. Staðsetning á þessu kemur í ljós og munum við henda því hér inn um leið og það skýrist.

Þangað til næst,

-Jóhanna 🙂