Æfingahelgi Mýrdalsjökli

Um síðustu helgi skelltu 25 teymi og aðstoðarfólk sér á Mýrdalsjökul til snjóflóðaæfinga.

Gist var í Drangshlíð. Þar sem hópurinn var svona stór var ákveðið að skipta fólki niður á 4 svæði og voru Ingimundur, Auður, Halldór og Maurice leiðbeinendur á svæðunum. Veðrið var frábært báða dagana og gengu æfingar mjög vel hjá öllum en hópurinn var eins breiðleitur og gerist, allt frá útkallshundum til nokkurra ára og niður í 3 mánaða hvolpa. Fullt af upprennandi björgunarhundum að hefja ferilinn.

Næsta æfingahelgi er strax handan við hornið en hún verður helgina 10. – 11. febrúar og verður æft á Snæfellsjökli. Búist er við sömu þáttöku þar ef ekki meiri þar sem ekki öll teymi komust þessa helgina. Sem sagt gífurleg gróska í starfi sveitarinnar sem endranær.

Á sunnudeginum voru útkallsteymi beðin að vera í viðbragðsstöðu vegna snjóflóðs sem féll á Akureyri og var einn maður týndur. Maðurinn fannst til allrar hamingju tilltölulega fljótt og má þakka því að hann var með snjóflóðaýli á sér. Teymi voru beðin um að vera áfram í viðbragðsstöðu ef fleiri flóð myndu falla.