Ăfingahelgi ß HˇlmavÝk

  • Skrifa­: 22. febr˙ará2014 /
  • Eftir:

Helgina 7-9 febrúar héldu tólf vaskir félagar á Hólmavík til æfinga í snjóflóðaleit. Æfingarsvæðið var svo sett upp á Þröskuldum í Arnkötludal. Veðrið lék félaga okkar frekar grátt en fyrsta daginn var 27 m/s og skafrenningur.Daginn eftir hafði lægt nokkuð en Þröskuldarnir voru samt lokaði fyrir bílaumferð mestan hluta dagsins, enda skyggni slæmt og vindstyrkur nokkur. Hundar og menn létu þetta ekki á sig fá, heldur æfðu af kappi á tveimur leitarsvæðum. Enda er mikilvægt að hundar geti unnið í öllum veðrum. Æfingar gengu vel á heildina litið enda mikilvægt að æfa stíft þar sem stutt er í vetrarnámskeiðið. En á vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar þurfa teymi að standast próf til að halda sér eða komast á útkallslista.

Meðfylgjandi mynd : Höfðinginn Skutull hennar Ólínu :)