Afmælisveisla BHSÍ

Þann 8.desember átti BHSÍ 24 ára afmæli og í tilefni þess var haldin afmælisveisla laugardaginn 11. desember heima hjá Susanne og Einari. Þar mætti skemmtilegur hópur og hverjum og einum var heilsað með bolla af austurrískum punsch (einskonar jólaglögg) – sem var reyndar svolitið sætur því að Susanne setti 3 matskeiðar af sykri á bolla í staðinn fyrir 3 teskeiðar :-)).

Tóti kom með videóspólu með stuttmynd af fystu æfingu BHSÍ frá árinu 1981! og var mjög gaman að horfa á hana, en það var hann Ole Moen sem var að leiðbeina. Æfingin fór aðeins öðruvísi fram en í dag, t.d. voru allir hundar úti (í ól) á sama tíma og horfðu á æfinguna.

Fyrst sá maður fyrstu tilraun í úthlaupum fyrir víðavangsleit og gekk það misjafnlega vel. Rosalega gaman var að sjá Hildigunni með schaefer tíkina sina Öbbu – Frábært að hugsa til þess að það skuli ennþá vera sama fólkið hjá okkur og sem var með rétt í byrjun!

Svo fengum við líka að sjá fyrstu tilraunir í snjó og eins og áður var mikið kommentað á aðferðir og æfingar og að sjálfsögðu hunda og menn (og fötin þeirra:-))

Og af því að við vorum ekki búin að fá nóg af hundum þá var líka horft á þátt um starf björgunarhunda sem var gerður fyrir Ríkissjónvarpið fyrir nokkrum árum siðan.

Eftir myndbandssýningar tók svo við spjall að sjálfsögðu um hundamál, björgunarmál og hitt og þetta sem er að gerast innan sveitarinnar og utan hennar.

Skemmtileg kvöldstund í skemmtilegum félagsskap !!