Bj÷rgunarhundur Ý grunnskˇla !

  • Skrifa­: 4. septemberá2014 /
  • Eftir:

Þann 3. september síðastliðinn fór Jónas Þrastarson félagi okkar í Björgunarhundasveitinni með hundinn sinn Keano í Grunnskólann að Reykhólum til að kynna hvernig björgunarhundar vinna.

Þessir öflugu krakkar eru í útivistarvalfagi í skólanum og var Jónas fengin til að sýni þeim alvöru björgunarhund.

Krakkarnir földu sig og Keano kom og fann þau og vakti þetta alltsaman mikla lukku. Eftir tímann spurði Jónas hversu margir ætluðu að eignast björgunarhund í framtíðinni og hópurinn kallaði einni samróma röddu "ÉG" ! :)

Frábært framtak hjá Reykhólaskóla og vonum við að við sjáum þessa flottu krakka í sveitinni með okkur eftir nokkur ár.