Enn leitað að 17 ára pilti

Leit stendur enn yfir að Pétri Þorvarðarsyni sem fór frá Grímsstöðum aðfaranótt sunnudags.

Um kl 02:00 í nótt voru um 150 björgunarsveitarmenn við leit á svæðinu í kringum Grímsstaði. Leitarmenn notast við bíla, fjórhjól, göngumenn og leitarhunda. Alls hafa verið fínleitaðir um 160 km² og svæðið næst Grímsstöðum hefur verið leitað nokkrum sinnum. Leitað hefur verið meðfram öllum vegum og slóðum sem liggja frá Grímsstöðum. Leitin hefur enn engan árangur borið.

Teymin frá BHSÍ sem fóru til leitar í fyrradag komu heim í gærmorgun og seinnipartinn í gær héldu önnur tvö teymi til leitar.