- Skrifað: 9. nóvember 2010 /
- Eftir: BHSÍ

Þann 20. október síðastliðinn hélt Ingimundur Magnússon frá Björgunarhundasveit Íslands fyrirlestur um
þjálfun björgunarhunda og notkun þeirra í leit . Fyrirlesturinn var haldinn í húsi Dagrenningar á Hvolsvelli og var sveitum Dagrenningar og Hellu send boð um fyrirlesturinn auk þess sem lögreglunni á Hvolsvelli var boðið. Mæting var ágæt og var almenn ánægja með fyrirlesturinn sem var í senn fræðandi og gagnlegur. Með þessu framtaki vonum við að skilningur á þjálfun og notkun hunda við leit aukist og að aukin fræðsla skili sér í betri nýtingu þeirra bjarga sem björgunarsveitir búa yfir og nýta í leit. Næsti fyrirlestur á svæði 16 um þessi mál verður haldin á Hvolsvelli þann 15.nóvember næstkomandi en þá hittist svæðistjórn á svæði 16 auk formanna.