Fyrsta sumarnßmskei­i­

  • Skrifa­: 6. maÝá2013 /
  • Eftir: BHS═
Kvika a­ lŠra grunnin
Kvika a­ lŠra grunnin

Þá er komið að fyrsta sumarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar. Námskeiðið verður haldið í Þjórsárdalnum frá föstudegi 10. maí til sunnudags 12. maí. Gist verður í Búrfellsvirkjun á vegum Landsvirkjunar.

Aðaláhersla námskeiðsins verður á æfingar yngri hunda til að undirbúa vinnu sumarsins og svo á svæðisvinnu fyrir þá sem eru að fara í A og B-próf í sumar. Einnig er gert ráð fyrir því að einhverjir fari í endurmat á námskeiðinu.