Hundur mßna­arins - Kˇpur

  • Skrifa­: 22. febr˙ará2014 /
  • Eftir:

Hundur mánaðarins er nýtt hérna hjá okkur á heimasíðunni. Markmiðið með að kynna hund mánaðarins er að kynnast vinnuhundunum okkar betur og sjá þá í öðru ljósi heldur en í vinnu í mörkinni. Því björgunarhundarnir okkar eru allir heimilishundar og búa með fjölskyldum sínum í góðu yfirlæti. Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir :) góða skemmtun :)

En hundur mánaðarins er að þessu sinni hann Kópur okkar. Kópur er yndislegur hundur sem ekki er hægt annað en að elska um leið og þú hittir hann! alger öðlingur. Ég bað Önnu Siggu og Sólveigu um að senda mér smá línu um Kóp og þetta er það sem þær segja um hann :)

 

 

Kópur er Border collie, fengin frá þeim Hjónum á Hæl, Jóa og Hörpu. Hann kom til okkar þegar hann var 1 og 1/2 árs, prúður, ljúfur og hvers manns hugur. Betri hund er vart hægt að hugsa sér. Hann er núna orðin 10 ára þessi elska, en ekki hægt að sjá nein ellimerki á honum, sprækur, heilsuhraustur og með á nótunum. Hann hefur starfað með BHSÍ, síðan við fengum hann. Þegar Kópur mætti á sýnar fyrstu æfingar, þá var hann mjög feiminn og ekki voru margir sem höfðu trú á því að hann myndi sóma sér sem björgunarhundur. Annað átti eftir að koma í ljós og einhvern tíman á æfingu þá var eftir því tekið að hann hefði ályktunarhæfleika, semsagt ekki strunsað beint af augum heldur ályktað og aðstæður metnar. (Semsagt djúphugsandi hundur ) Hann hefur veitt okkur mikla gleði, þægilegur í sambúð, afbraragðsferðafélagi, vinnusamur og traustur í alla staði.