Jólaheimsókn í Vistor

Fimmtudaginn 11. desember var meðlimum BHSÍ boðið í heimsókn í Dýraheilbrigðisdeild Vistor hf sem styður dyggilega við sveitina með samningi um fóðurkaup og styrk til útkallshunda. Þau Margrét Dögg og Gestur tóku vel á móti okkur með veitingum og gafst síðan tækifæri á að kaupa ýmsar nauðsynjavörur fyrir hundana og auðvitað líka jólagjafir fyrir þá.

Það er samdóma álit meðlima BHSÍ að hundarnir þrífast afar vel á Hills fóðri enda úrvalið fjölbreytt og tekur tillit til flestra ef ekki allra sérþarfa.

BHSÍ þakkar þakkar þeim Margréti Dögg og Gesti kærlega fyrir móttökurnar og óskar starfsmönnum Vistor gleðilegra jóla og við hlökkum til samstarfsins á komandi ári.