Nř heimasÝ­a

  • Skrifa­: 27. ßg˙stá2013 /
  • Eftir:

Ný heimasíða Björgunarhundasveitar Íslands hefur verið tekin í notkun. Fyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur aðstoðað við gerð heimasíðunnar. Eldri heimasíða sveitarinnar féll niður af óviðráðanlegum orsökum og hefur heimasíðan því miður legið niðri í langan tíma. Tekið hefur nokkurn tíma að endurheimta eldri gögn, svo sem ljósmyndir, spjallgögn og ýmislegt annað sem færðist yfir í hina nýju heimasíðu.

Mjög mikilvægt er að hafa góða heimasíðu sem veitir nýjustu upplýsingar hverju sinni um störf sveitarinnar til almenning svo og til að koma skilaboðum til félagsmanna með lokuðu spjalli.

Björgunarhundasveit Íslands er virk sveit sem leggur sitt af mörkum í þágu björgunarmála á Íslandi. Mikilvægt er fyrir sveitina að fá til sín nýtt fólk víðsvegar af landinu, sem hefur áhuga á björgunarmálum og ekki síður áhuga á hundum sem þjálfa má til björgun mannslífa.