Rústaleitarnámskeið á Gufuskálum

Fyrir um það bil tveimur vikum stóð BHSÍ fyrir rústanámskeiði á Gufuskálum fyrir teymi sveitarinnar.

Rúmlega 20 teymi voru mætt til leiks og var aðalleiðbeinandi Arne Andreassen frá NRH í Noregi. Á Gufuskálum er búið að koma upp fínu rústasvæði og er það Þór staðarhaldari sem á mestan heiðurinn af því. Hann á mikið lof skilið.

Námskeiðið stóð í 3 daga og samanstóð af fyrirlestrum og æfingum. Arne hélt 3 fyrirlestra og Magnús Hákonarson frá HSSK kíkti á föstudagskvöldið og var með fyrirlestur um Alþjóðasveitina.

Teymum var skipt í 3 æfingahópa sem svo flökkuðu á milli svæða. Æfingar gengur mjög vel fyrir sig og var norski leiðbeinandinn mjög ánægður með okkar menn og hunda.