Samningur BHSÍ og Vistor hf.

Í gær var félagsmönnum BHSÍ boðið i húsakynni Vistor hf. í Garðabæ og var tilefnið undirritun samstarfssamnings milli BHSÍ og Vistor hf.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hefur Vistor hf. verið innflutnings- og dreifingaraðili Hill´s fóðurs um áratugaskeið og eru allir hundar sveitarinnar nú komnir á þetta gæðafóður. Bernharð Laxdal sölu- og markaðsstjóri Dýraheilbrigðis hjá Vistor var með fyrirlestur um Hill´s fóðrið og öllu sem því viðkemur ásamt því að fræða félaga BHSÍ um Vistor. Boðið var upp á góðar veitingar og þökkum við þeim hjá Vistor hf. kærlega fyrir góða kvöldstund og vonum að samstarfið verði gott og farsælt.