Slasast í útkalli

Það er mikil vinna að vera útkallshundur og sérstaklega undanfarið þar sem hefur verið töluvert að gera hjá hundum og mönnum í sveitinni. Hundarnir okkar eru þjálfaðir í að leita allskonar svæði og eiga undirlag, umhverfi og aðstæður ekki að skipta máli fyrir þessi vinnudýr.

En hundarnir eru ekki undanskildnir óhöppum frekar en við og er t.d eftir langar leitir í vondu undirlagi algengt að hundarnir fái sár á þófa og verði aumir en það lagast nú samt fljótt. Svo geta líka komið upp atvik eins í síðasta útkalli í Þjórsárdal að hundurinn slasist við vinnu. Hún Skotta var að leita í skóglendi ásamt henni Elínu og skarst illa á framlöpp. Farið var með hana til læknis og þar átti að deyfa hana og sauma og halda svo áfram að vinna en þegar til læknis var komið varð ljóst að meiri aðgerðar var þörf og því vann hún Skotta ekki meira þann dag, hún er nú samt á batavegi núna enda er ekkert sem stöðvar þennan frábæra hund.