Snjˇflˇ­aŠfingar Ý fullum gangi

Leita­ Ý Blßfj÷llum
Leita­ Ý Blßfj÷llum

Snjóflóðaleitarteymin okkar æfa nú við góðar aðstæður um allt land. Eins og við vitum flest þá getur brugðið til beggja vona með snjóalög á landinu okkar en á flestum stöðum á landinu er nú nægur snjór til æfinga.  Flest okkar teymi eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu en eins eigum við nokkur teymi á Vestfjörðum og á suðurlandi og hafa allir notið góðra tækifæra til æfinga síðustu vikur. 

Við höfum haldið tvær snjóflóðaæfingarhelgar á þessu ári. Önnur var haldin í janúar og hin núna um liðna helgi. Nú um helgina tóku þrjú fullþjálfuð A teymi svokallað A-endurmat, sem tryggir stöðu þeirra sem A teymi á útkallslista næsta árið. Það eru aðeins A teymi sem geta tekið próf á æfingahelgum, allir aðrir þurfa að mæta á fimm daga snjóflóðaleitarúttekt sem haldin er í mars ár hvert og reyna við sín próf þar. 

Að þessu sinni fer snjóflóðaleitarúttektin okkar fram norður í Kröflu, þar sem Landsvirkjunarfólk hefur áður tekið vel á móti okkur og vitum við að þar er okkur ekki í kot vísað. Aðstaðan í Kröflu er ljómandi góð og æfingasvæðin rétt steinsnar frá aðstöðuhúsunum, sem sparar okkur mikinn tíma við akstur til og frá æfingasvæðum. 

Síðustu misseri hafa nokkrir aðilar lýst yfir áhuga á að kynna sér starfið okkar og prófa að mæta með sinn hund á æfingar. Það er alveg sjálfsagt að koma á æfingar, kynna sér hvernig þær fara fram og sjá hvort óreyndir hundar hafa það sem þarf til að hefja þjálfun. Hægt er að nálgast upplýsingar um starfið hér á síðunni og eins er hægt að senda póst á stjorn.bhsi@gmail.com til að fá upplýsingar um starfið og æfingar.