Sporanámskeið

Helgina 18. – 19. október síðastliðinn fór fram námskeið í sporleit.

Tíu hundateymi tóku þátt í námskeiðinu. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Þórir Sigurhansson en prófdómari var Ingimundur Magnússon. Snorri Þórisson sá um að leggja prófspor og vera dómara innan handar.

Sumir þátttakenda höfðu aldrei prófað sporleit og var magnað að fylgjast með hversu hraðar framfarir urðu á hundunum með hverri æfingu.
Námskeiðið hófst á fyrirlestri á laugardagsmorguninn. Þar sagði Þórir frá dagskrá námskeiðsins, kynnti reglur og kröfur í sporleit og fjallaði um sporleit með hundum. Síðan var haldið upp í Heiðmörk og æfð sporleit frameftir degi. Seinnipartinn var svo aftur fyrirlestur um lykt og lyktarskyn sem Ester hélt.

Á sunnudeginum var mætt snemma morguns upp við Íslandsvita við Bláfjallaveg. Þar var haldið áfram að æfa sporleit frameftir degi auk þess sem prófað var í tveimur flokkum. Eftir prófin var haldið á Litlu kaffistofuna þar sem spjöld voru afhent.

Fjögur teymi stóðust próf í sporleit, allt félagar í HSG:

Spor – flokkur B
Emil og Gríma
Þórir og Þrymur

Spor – flokkur C
Ester og Jóka
Nick og Skessa

Almenn ánægja var með framtakið og vonandi verður spornámskeið sem þetta árlegur viðburður héðan í frá.