Sumarnámskeið 29. – 30. apríl

Fyrsta sumarnámskeið sveitarinnar á þessu ári var haldið um síðustu helgi. Gist var á Gistiheimilinu Bitru rétt fyrir utan Selfoss og var æft á tveimur svæðum þar rétt hjá.

Leiðbeinendur voru Maurice og Ingimundur. Veðrið lék á alls oddi og var varla þurr þráður á fólki eftir laugardaginn en var þó skárra á sunnudeginum. 14 teymi tóku þátt í námskeiðinu og voru flestir sáttir við sitt eftir góða helgi.

Sveitin vill þakka fólkinu á Bitru kærlega fyrir alla aðstöðu og frábærar móttökur og einnig viljum við þakka fígúrantahópnum frá Patreksfirði fyrir að aðstoða okkur við æfingar. Það er ómetanlegt að fá svona góða hjálp.

Næsta námskeið verður á Gufuskálum 23. – 25. júní og verður það þriggja daga námskeið. Einnig vil ég minna á að næsta sunnudag verður æft á hlaðinu hjá Önnu í Grindavík og er mæting klukkan 11:00.

Kveðja Ragga