Sumarnámskeið Breiðavík

Annað sumarnámskeið BHSÍ 2008 var haldið á Breiðavík 19. til 22. júní.
Alls tóku 27 teymi þátt í námskeiðinu en með leiðbeinendum og aðstoðarfólki var heildarfjöldi þátttakenda 35.

Þrír gestir komu frá Sarda Lakes Bretlandi, David Watt, Mike Blakey og David Benson og aðstoðuðu þeir við þjálfun og dæmdu próf. Íslenskir leiðbeinendur voru Auður, Ingimundur og Þórir auk Hermanns sem hljóp í skarðið þegar leiðbeinanda vantaði vegna próftöku eða dómgæslu. Námskeiðstjóri var Bríet.

Eftirfarandi luku prófum:
A endurmat.
Bríet og Skutla
Herman og Monsa

A próf.
Anna og Kópur
Auður og Skíma

B próf.
Hörður og Skvísa
Skúli og Patton

C próf.
Hafdís og Bekka
Jóhanna og Morris

Auk hefðbundinnar námskeiðsdagskrár hélt Þórir fróðlegan fyrirlestur sem m.a. fjallaði um hvað tæki við í þjálfun björgunarhunds sem þegar hefði náð A prófi og David Watt hélt fyrirlestur um störf Sarda Lakes. Á laugardagskvöld var síðan farin ferð á Látrabjarg og í Keflavík. Veður og allar aðstæður voru frábærar á Breiðavík og þakkar sveitin heimafólki þar kærlega fyrir góðar móttökur.