Sumarnámskeið Gufuskálum

Dagana 15. – 17. ágúst var þriðja sumarnámskeið sveitarinnar haldið á Gufuskálum.

Leiðbeinendur voru: Auður, Ingimundur og Maurice en þau nutu aðstoðar Önnu, Helga og Snorra en þau eru í leiðbeinendanámi hjá sveitinni.
5 bretar komu til okkar frá Sarda Lakes og aðstoðuðu þau við að dæma próf, leiðbeina og fleira.

Bretarnir voru mjög ánægðir með dvölina og höfðu á orði að teymin hefðu öll staðið sig mjög vel og standartinn í sveitinni væri góður. Nú ekki má gleyma veðri og matseld en veðrið var gott og haft hefur verið á orði um matseldina að fólk sé enn að fá vatn í munnin og enn fremur að suma dreymi enn matinn sem var eldaður af Jóa á Hæl og hans aðstoðarmanni.

Eftirtalin teymi tóku próf og stóðust :

A-endurmat
Snorri og Kolur

A próf
Halldór og Skuggi
Ingibjörg og Píla
Kristinn og Tása

B próf
Jóhanna og Morris
Guðbergur og Nói

C próf
Eyþór og Bylur
Hafdís og Breki
Helgi og Gæska
Ólína og Skutull

Sveitin þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg.
Næsta námskeið verður svo haldið á Úlfljótsvatni í september.