Sumarnámskeið Úlfljótsvatni

Um helgina fór fyrsta sumarnámskeið sveitarinnar fram og var það haldið á Úlfljótsvatni.

Mæting var góð og var æft á þremur svæðum þar sem leiðbeinendur voru Ingimundur, Maurice og Auður. Þau sáu einnig um að dæma próf sem voru tekin ásamt Elínu, Röggu og Snorra.

Veðrið lék við hvern sinn fingur ef svo má segja og fengu námskeiðsgestir sýnishorn af öllum veðrabrigðum þar á meðal haglél. Námskeiðið var þriggja daga og á laugardagskveldinu var haldinn framhaldsaðalfundur.
Það sem fór helst fram á þeim fundi var að lagabreyting var samþykkt er snýr að Fræðslunefnd sveitarinnar og Námskeiðsnefnd. Áður var Fræðslunefnd skipuð þremur aðilum og þurfti að minnsta einn þeirra að hafa leiðbeinendaréttindi.

Sú lagabreyting var samþykkt að héðan í frá verður Fræðslunefnd skipuð öllum leiðbeinendum sveitarinnar, einnig fylgdi þessari lagabreytingu viðauki um að stofnuð yrði sérstök námskeiðsnefnd.

Einnig var samþykkt ályktun er stjórn hafði sett fram um IPO þjálfaða hunda. Hún fjallar í meginatriðum um að Björgunarhundasveit Íslands mun ekki leyfa IPO (varnarþjálfaða) hunda innan sinna raða. Ályktunin verður sett inn í nánari atriðum á næstu dögum.

Það voru aðallega eldri teymi sem tóku próf á þessu námskeiði en sú ákvörðun var tekin að láta A hundamenn taka endurmatið sitt til að það sé frá fyrir sumarið. Einhverjir þeirra sáu sér þó ekki fært að klára það núna en eftirfarandi teymi tóku próf og stóðust :

A-endurmat
Ragga og Jökull
Ingimundur og Frosti
Maurice og Stjarna
Gunnar og Krummi
Auður og Skíma

Auk þessara tóku próf og stóðust :

B próf
Jóna Dagbjört og Tinni

C próf
Anna Þórunn og Urður

Næsta námskeið verður haldið í júní