Sumarnámskeið nr. 2

Um síðustu helgi var annað sumarnámskeið sveitarinnar á þessu ári haldið í Vaglaskógi.

Veðurblíðan lék heldur betur við námskeiðsgesti og þurftu menn og hundar að vera duglegir að skella í sig vökva á meðan æfingum stóð.

Um 25 teymi mættu til leiks ásamt fjölskyldum og aðstoðarmönnum og voru æfingar og úttektir á þremur svæðum í nágrenni Vaglaskógs. Leiðbeinendur voru Ingimundur, Maurice og Auður.

Námskeiðið sjálft stóð í 3 daga en fólki var frjálst að bæta einum degi fyrr og byrjuðu sumir að æfa á fimmtudagsmorgninum. Nokkur teymi þreyttu próf og urðu niðurstöður þessar:

A-endurmat
Ragga/Jökull
Maurice/Stjarna
Hermann/Monsa

B próf
Katrín/Gutti

C próf
Auður/Skíma
Skúli/Patton
Ingþór/Goði
Hörður/Skvísa

Næsta námskeið verður haldið á Gufuskálum í ágúst en næsta útkallsæfing verður haldin á Hvolsvelli 8. júlí.