Sumarnámskeið og aðalfundur

Helgina 30. apríl – 1. maí var fyrsta sumarnámskeið þessa árs haldið í Hrútafirði.

Gist var eins og oft áður á gistiheimilinu Sæbergi fyrir neðan Reykjaskóla og æft á tveimur svæðum ekki langt frá. Æfingar hófust á laugardagsmorgninum og má eiginlega segja að það hafi verið frekar vetrarlegt á sumaræfingunni því morguninn byrjaði með hríð og ískulda en það lagaðist þó eftir því sem leið á daginn og var sunnudagurinn þó skárri, þó ekki væri sérlega hlýtt. Leiðbeinendur voru sem fyrr Ingimundur og Þórir og voru um 15 teymi sem mættu á námskeiðið. Æfingar gengu vel fyrir sig þrátt fyrir kuldann en engin próf voru þreytt þessa helgi. Eftir æfingar á laugardeginum var svo aðalfundur sveitarinnar haldinn. Byrjað var á að lesa upp skýrslur stjórnar, lagðir fram reikningar og svo var kosið í stjórn og fræðslunefnd.

Stjórn BHSÍ skipa :
Elín Bergsdóttir, formaður
Kristinn Guðjónsson, varaformaður
Ragnheiður Hafsteinsdóttir, ritari
Nikulás Hall, gjaldkeri
Susanne E. Götzinger, meðstjórnandi
Varamenn eru: Halldór Halldórsson og Guðbjörg Jensdóttir.

Fræðslunefnd skipa :
Ingimundur Magnússon, Nikulás Hall, Hlynur Snæbjörnsson.

Eftir venjuleg aðalfundarstörf afhenti Elín Bergsdóttir, nýr formaður sveitarinnar, fráfarandi formanni honum Þóri Siguhanssyni blómvönd sem þakklæti fyrir vel unnin störf.

Í lok fundarins var svo þeim sem eru á útkallslista sveitarinnar afhent vesti á hundana sína. Það var Dýrheimar sem er umboðsaðili Royal Canin á Íslandi sem lét framleiða vestin fyrir hundana okkar, en Royal Canin er styrktaraðili BHSÍ. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þessi frábæru vesti og munu þau koma sér vel í framtíðinni.