Útkall 9. september

Leitað var að frönskum ferðamanni að Fjallabaki en seinast hafði sést til hans 25. ágúst í skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn.

Talið var að hann hefði ætlað í Þórmörk og þaðan yfir Fimmvörðuháls til Skóga. Leitin hófst í birtingu 9. ágúst og fóru 2 teymi á staðinn frá BHSÍ ásamt einu teymi frá Leitarhundum. Frá BHSÍ fóru Ingimundur og Frosti og Hermann og Monsa.

Um klukkan 13:00 voru um 80 björgunarsveitamenn við leit og voru aðstæður til leitar góðar. Vísbendingar komu fram sem bentu til þess að maðurinn hefði lent í vandræðum á leið yfir Kaldaklofskvísl sem rennur í Markarfljót og var það um klukkan 15:00 að þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn látinn í Markarfljóti, fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk.