Útkall 10. og 11. september

Útkall barst klukkan 06:00 laugardagsmorguninn. Skemmtibátur hafði siglt á sker á Viðeyjarsundi og björguðust 3 en tveggja var saknað, maður og kona. Konan fannst látin en leitin að manninum hélt áfram með köfurum, bátum, göngufólki, hundum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þrjú teymi fóru frá BHSÍ ásamt teymum frá Leitarhundum og voru fjörur gengnar án árangurs. Leit var síðan framhaldið á sunnudeginum en hún bar heldur engan árangur. Teymin sem leituðu voru: Þórir og Púki, Hermann og Monsa og Elín og Skotta. Víðamikil leit fer svo í gang í fyrramálið 17. september.