Leit að tveimur vélsleðamönnum á Langjökli

Útkall barst að morgni 14. apríl. Tveir vélsleðamenn fóru í ferð um miðjan dag 13. apríl á

Langjökul og áætluðu að koma aftur milli kl.18 og 19 sama dag. Þegar ekkert spurðist til þeirra höfðu ættingjar samband við lögreglu og kallaði hún til björgunarsveitir. Víðtæk leit hófst og fann þyrla Landhelgisgæslunnar mennina heila á húfi um 8 kílómetra frá Hallmundarhrauni en þar höfðu þeir skilið sleðana sína eftir.

Teymi voru komin að jaðri Langjökuls þegar leit var afturkölluð.