Útkall 17.september, framhald leitar eftir sjóslys á Viðeyjarsundi.

  • Skrifað: 17. september 2005 /
  • Eftir: BHSÍ

Leit að manninum sem var saknað eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi síðustu helgi var framhaldið

í dag og hófst hún í morgun. 3 teymi frá sveitinni tóku þátt í að leita: Ragga/Jökull,

Maurice/Stjarna og Hermann/Monsa. Teymin fengu svæði frá Varmá í Mosfellsbæ að
Geldingarnesi. Það var svo um klukkan 17.30 að maðurinn fannst með neðansjávarmyndavél á svipuðum slóðum og talið er að bátnum hafi hvolft síðustu helgi.