Útkall 1. september 2010 - Leit að manni innanbæjar í Hafnarfirði

  • Skrifað: 1. september 2010 /
  • Eftir: BHSÍ
bhsilogoSnemma að morgni miðvikudagsins 1. september 2010 voru björgunarsveitir á aðgerðarsvæði 1 kallaðar út til leitar vegna manns sem hafði týnst í Hafnarfirði.  Þrjú teymi frá BHSÍ gáfu kost á sér til leitarinnar.  Eyþór og Bylur, Ólína og Skutull, Halldór og Skuggi.

Þar sem leitarsvæði var í næsta nágrenni við heimili Eyþórs, gat hann byrjað strax að leita.  Ólína og Halldór voru á leið á staðinn, þegar maðurinn fannst heill á húfi.