Útkall 22. – 26. ágúst. Leit Svínafellsjökull.

Frá miðvikudeginum 22. ágúst til sunnudagsins 26. ágúst voru útkallsteymi sveitarinnar í viðbragðsstöðu á vegum Landsstjórnar vegna leitar að tveimur þjóðverjum sem ekki höfðu skilað sér heim til Þýskalands eftir áætlaða gönguferð um Ísland.

Tjöld þeirra fundust neðan við Svínafellsjökul og var leitinni beint á það svæði og uppúr. Svæðið sem leitað var á var mjög erfitt yfirferðar og aðeins fyrir reyndustu fjallamenn og var því ákveðið að hafa hundana á viðbragði ef að leita þyrfti önnur svæði. Til þess kom þó ekki og var leit hætt án nokkurs árangurs sunnudaginn 26. ágúst.