Útkall 26. ágúst. Leit í Kverkfjöllum.

Um klukkan 14:00 barst beiðni um hunda til leitar að konu sem saknað var í Kverkfjöllum. Konan, sem var erlendur ferðamaður, fór frá Sigurðarskála seinnipartinn á föstudegi og hugðist ganga í Hveragil. Konan var væntanleg í Hverfjallaskála um hádegi í á laugardegi en hafði ekki skilað sér.

Leit var afturkölluð seinnipartinn en landverðir höfðu gengið fram á konuna þar sem hún var stödd í Hveragili. Hún var heil á húfi.

1 teymi: Hlynur/Moli. Teymi fyrir sunnan í viðbragðsstöðu.