Útkall 28. mars Skessuhorn

Beðið var um hunda til að vera í viðbragðsstöðu við Skessuhorn vegna snjóflóðahættu.

Kona úr 12 manna gönguhópi hafði fallið og slasast og barst hjálparbeiðni frá hópnum um klukkan 14. Erfitt var að komast að hópnum vegna slæms skyggnis og veðurs.

4 teymi fóru á staðinn um klukkan 16.30 : Ingimundur og Frosti, Maurice og Stjarna, Kristinn og Tása og Hermann og Monsa.

Aðgerðum lauk um klukkan 22 en þá var konan flutt á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.  Um 120 einstaklingar tóku þátt í aðgerðum. Líðan konunnar þegar síðast fréttist er eftir atvikum.