Leit að manni í nágrenni Hveragerðis

Um klukkan 17 barst beiðni um hunda til leitar að manni sem hafði strokið af réttargæslufangelsinu að Sogni.

Maðurinn var ekki talinn hættulegur. Þegar á svæði kom voru teymi látin bíða áttekta ef maðurinn skyldi týnast aftur en björgunarfólk og lögregla voru komnir með hann í augnsýn og var það svo um klukkan 19:20 að hann náðist heill á húfi í hlíðinni fyrir ofan Garðyrkjuskólann í Hveragerði.

3 teymi: Elín og Skotta, Maurice og Stjarna og Ragga og Jökull