Leit að dreng í Borgarfirði

Þann 3. ágúst 2010 kl 14:22 barst BHSÍ útkall vegna leitar að dreng í Borgarfirði.

2 teymi frá BHSÍ voru lögð af stað frá Reykjavík á leið til Borgarfjarðar ásamt aðstoðarmanni og hópstjóra og 2 teymi voru í viðbragðsstöðu á Ísafirði þegar drengurinn fannst heill á húfi og útkallið var afturkallað kl 14:47.

Teymin sem lögðu af stað voru Auður og Skíma, Kristinn og Tása, með þeim fóru Skúli Berg sem aðstoðarmaður og Björn Þorvaldsson sem hópstjóri BHSÍ til að sjá um skipulag leitarinnar fyrir hundateymin.
Teymi sem voru í viðbragðsstöðu voru Hörður og Skvísa, Ólína og Skutull.