Leit að manni í Hafnarfirði og nágrenni

Útkall barst klukkan 4:45 og var beðið um hunda til leitar við Hvaleyrarvatn. Maður um fertugt hafði farið þangað með hundana sína að kveldi 3. janúar og ekki skilað sér heim.

Þegar teymi komu á staðinn hófst leit að bíl mannsins en talið var að heyrst hefði í hundum á hæðinni gegnt Hvaleyrarvatni. Því var ákveðið að láta teymi ganga það svæði. Sú ganga skilaði engu og engir hundar sjáanlegir. Bíll mannsinns var heldur ekki sjáanlegur. Teymi leituðu ekki meira með hundana í þetta skipti en héldu áfram að leita á bifreið þar til leit lauk.

Um hundrað manns tóku þátt í leitinni ásamt hundum og þyrlu. Maðurinn fannst svo um klukkan 10 um morguninn í heimahúsi í Hafnarfirði. Hann var heill á húfi.

2 teymi: Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna. Hemmi/Monsa á standby.