Útkall 6. maí. Leit í Reykjavík.

BHSÍ var kölluð út þann 6. maí kl. 6:50 til að leita að karlmanni. Síðast hafði spurst til hans um níuleytið kvöldið áður þegar hann hugðist fara í göngutúr með viðkomu í hraðbanka. Leitað var út frá verslunarmiðstöðinni við Háaleitisbraut. Hundateymi leituðu meðal annars við sjóinn, frá Laugarnes að Geirsnefi, í Laugardalnum, Öskjuhlíð og í Fossvogsdalnum.

Fjögur teymi frá BHSÍ tóku þátt og a.m.k. tvö teymi frá Leitarhundum, en alls tóku um 170 manns þátt í leitinni.

Leitin var afturkölluð um kl. 19:15 en maðurinn fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn.

Eftirfarandi teymi tóku þátt í leit:

Halldór og Skuggi
Jóhanna og Morris
Nick og Skessa
Snorri og Kolur

Auður og Skíma, Bríet og Skutla, Skúli og Patton og Smári og Skytta voru á leiðinni í bæinn þegar leitin var afturkölluð og fleiri teymi voru í viðbragðsstöðu.