Útkall Hrafntinnusker, 6. september

Upp úr miðnætti 6. september voru hundar kallaðir út til þess að leita að franskri konu sem saknað var að Fjallabaki. Konan var á leið frá Landmannalaugum til Hrafntinnuskers en skilaði sér ekki á áfangastað.

Tvö teymi, Anna og Kópur og Hermann og Monsa, fóru ásamt leitarmönnum og bílstjóra frá HSSK og tvö teymi, Snorri og Kolur og Gunnar og Krummi fóru með bíl frá HSG ásamt Kristni sem keyrði.
Tvö teymi höfðu nýlega hafið leit og tvö voru að koma í Hrafntinnusker þegar konan fannst á gangi í nágrenni við Landmannalaugar um kl. 8 um morguninn.