Útkall – leit að manni í Landbroti

Um kl. 7 að morgni 10. júní var beðið um hunda til leitar að manni í Landbroti. Þegar fóru af stað tvö teymi frá Suðurlandi og aðrir voru beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. Skömmu seinna voru fleiri teymi kölluð út. Tvö teymi höfðu hafið leit og önnur voru komin á staðinn þegar maðurinn fannst heill á húfi.

Teymi sem tóku þátt í útkallinu voru: Björk og Krummi, Jóhanna og Morris, Kristinn og Tása, Nikulás og Skessa, Snorri og Kolur. Auk þeirra tók eitt teymi frá Leitarhundum SL þátt.