┌tkall vi­ Lßtrabjarg

  • Skrifa­: 24. oktˇberá2014 /
  • Eftir:

Félagar í Björgunarhundasveit Íslands voru kallaðir til leitar að þýskum ferðamanni þann 23.september sl.

Christian Mathias Markus er fæddur 11. október 1980. Síðast sást til hans þegar hann yfirgaf hótel í Breiðuvík, en bílaleigubíll hans fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg þann 23. september og hófst leit þá um morguninn.

Björgunarsveitir hafa leitað að manninum frá 23. september en enn hefur leitin engan árangur borið. Leitarskilyrði voru mjög erfið en mjög hvasst var þegar fyrsta útkall kom.

Ekki er talið að hvarf Christians hafi borið að með saknæmum hætti. Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.