Útkallsæfing 13. júlí 2008

Haldin var útkallsæfing á Eyrarbakka sunnudaginn 13. júlí undir vaskri stjórn Hafdísar sem naut aðstoðar félaga sinna, Guðjóns Guðmundssonar og Hlöðvers Þorsteinssonar í Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Nick aðstoðaði við framkvæmd og Ingimundur stjórnaði leit.

Alls mættu 8 leitarteymi með víðavangshunda og einn sporhund. Þegar á vettvang var komið var tilkynnt um flóðbylgju og var fjölda fólks saknað. Leitarsvæði var fjaran frá Þorlákshöfn og austur fyrir Gamla Hraun og náði alveg upp að þjóðvegi. Auk þess þurfti að rekja slóð frá bíl en eiganda hans var saknað.

Leit hófst um kl. 11 og stóð til kl. 16 og höfðu þá allir sem saknað var fundist en þeir voru 10 talsins.

Menn og hundar voru ánægðir með árangurinn og færum við Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, unglingasveitinni Unga Eyrarbakka og unglingasveit Mannbjargar Þorlákshöfn bestu þakkir fyrir gagnlega og skemmtilega æfingu.