Útkallsæfing 1. júní

Útkallsæfing var haldin sunnudaginn 1. júní á svæði í kringum Lyklafell
norðan við Sandskeið. Í leitinni voru 4 teymi, Auður og Skíma, Eyþór og Prímó, Björk og Krummi og Valur og Funi en leitarstjórn var í öruggum höndum Ingimundar Magnússonar.

Í fyrstu var talið að allt að 5 manns væru týndir en í ljós kom að þeir voru
ekki nema þrír og fundust allir heilir á húfi. Þökkum sérstaklega
Hafdísi frá Eyrarbakka og Ólínu frá Ísafirði sem komu í bæinn
sérstaklega til að liggja úti vegna manneklu í höfuðborginni.