Útköll 2005


Útköll 2005

1. Útkall 20.janúar. Leit að manni í Kópavogi.

2. Útkall 4.febrúar. Leit að manni á svæði 1.

3. Útkall 20.febrúar. Leit að manni við Vatnsendablett.

4. Útkall 2.apríl. Leit að manni á Stokkseyri.
3 teymi: Ingi/frosti, Elín/Skotta, Maurice/Stjarna.
Leitað að manni frá Brasilíu sem hafði verið saknað frá því klukkan 10 um morgunin.
Teymin leituðu fjörur og nærliggjandi svæði.
Leit bar engan árangur.

5. Útkall 4.apríl. Leit á Stokkseyri, framhald.
4 teymi: Tóti/Þengill, Ragga/Jökull, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna.
Teymi leituðu nokkur svæði í nágrenni Stokkseyrar.
Tóti og Þengill leituðu einnig smávegis á sjó.
Leit bar engan árangur og var skipulagðri leit hætt klukkan 22.30.
Maðurinn fannst látinn nokkrum vikum síðar.

6. Útkall 6.apríl. Leit að konu í Hafnarfirði.
1 teymi: Tóti/Þengill.
Útkall barst um klukkan 16.00. Leitað að konu sem hafði verið saknað í nokkurn tíma.
Leitað var fram undir myrkur.
Konan fannst látin á Ásfjalli sunnan við Hafnarfjörð.

7. Útkall 31.maí. Leit að manni í Melasveit.
3 teymi: Maurice/Stjarna, Elín/Skotta, Ingi/Frosti.
Um klukkan 17.00 óskaði lögreglan í Borgarnesi eftir hundum til leitar að manni um þrítugt en bifreið hans hafði fundist við Leirá. Leit stóð til klukkan 01.30 um nóttina og bar engan árangur.

8. Útkall 1.júní. Leit í Melasveit, framhald.
2 teymi: Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna.
Leit hófst um klukkan 17.00 og leituðu teymi svæði í Svínadal ásamt Helga og Hauki Leitarhundum. Um klukkan 19.30 var leit afturkölluð en þá hafði maðurinn fundist heill á húfi.
Í þessari aðgerðarlotu voru um 140 manns frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu að störfum auk þyrlu LHG og lögreglumanna frá embættum í Reykjavik og Borgarnesi.

9. Útkall 24.júní. Leit að konu við Blönduós.
3 teymi: Elín/Skotta, Gunnar/Stjarna Mörk, Maurice/Stjarna.
Um klukkan 05.00 var beðið um hunda til leitar að konu sem saknað var í nágrenni Blönduós.
Teymin lögðu af stað en leit var afturkölluð um klukkan 08.00.
Konan fannst heil á húfi.

10. Útkall 2.júlí. Leit að manni á Höfn í Hornarfirði.
1 teymi: Maurice/Stjarna.
Beiðni um hunda til leitar barst um klukkan 14.45. Fljúga átti með teymi ásamt sporhundateymi austur. Þegar átti að leggja af stað um klukkan 16.00 var leit afturkölluð. Maður fundinn, látinn.

11. Útkall 4.júlí. Leit að „persónu“ við Gullinbrú.
3 teymi: Tóti/Þengill, Ingi/Frosti, Elín/Skotta.
Klukkan 19.50 beðið um hunda til aðstoðar við leit að „persónu“ sem vegfarendur töldu sig hafa séð fljótandi í sjónum við Gullinbrú. Tóti og Þengill leituðu á sjó og Ingi/Frosti og Elín/Skotta gengu fjörur. Ekkert fannst þrátt fyrir víðtæka leit og yfirgáfu teymi svæðið klukkan 23.00.

12. Útkall 12.júlí. Leit að manni í Esjunni.
3 teymi: Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta.
Klukkan 21.00 var kallað út til leitar að rúmlega sextugum manni sem hafði farið í göngu á Esjuna og ekki skilað sér niður. Leit var afturkölluð klukkan 22.00 en þá hafði maðurinn skilað sér sjálfur niður á veg.

13. Útkall 20.júlí. Leit að manni í Þjórsárdal.
3 teymi: Elín/Skotta, Maurice/Stjarna, Ingi/Frosti.
Beiðni um hunda barst rétt fyrir klukkan 05.00. Leitað var að manni á níræðisaldri sem hafði orðið viðskila við fjölskyldu sína og hafði verið saknað frá því um klukkan 23.00.
Leit var afturkölluð klukkan 11.00 um morgunin. Maður fundinn, heill á húfi.

14. Útkall 2.-3. ágúst. Leit að manni milli Hrafntinnuskers og Álftavatns.
3 teymi: Maurice/Stjarna, Ingi/Frosti, Elín/Skotta. Bíll frá HSG.
Leitað var að erlendum ferðamanni um fimmtugt sem hafði ætlað að ganga frá Hrafntinnuskeri að Álftavatni þar sem hann átti pantaða gistingu. Maðurinn skilaði sér ekki þangað og því var hafin víðtæk leit. Beðið var um hunda klukkan 22.45 þriðjudag 2.ágúst.
Leit var afturkölluð klukkan 12.15, 3.ágúst.
Hafði maðurinn breytt ferðaáætlun og komið sér til byggða.

15. Útkall 16.ágúst. Leit að manni á Hornströndum.
5 teymi: Auður/Skolli, Hemmi/Monsa, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta.
Útkall barst um morgunin. Leitað var að erlendum ferðamanni sem hafði orðið viðskila við samferðahóp sinn. Afturkallað 14.45, maður heill á húfi.
Þyrla flutti teymi vestur og til og frá svæði og heim aftur.

16. Útkall 7.september. Leit að vistmanni frá hjúkrunarheimili á Stokkseyri,
3 teymi: Hemmi/Monsa, Elín/Skotta, Ingi/Frosti.
Útkall barst um 10.30 en var svo afturkallað klukkan 11.00. Björgunarsveitamenn fundu konuna heila á húfi og hundamenn snéru við heim á leið.

17. Útkall 9.september. Leit að frönskum ferðamanni að Fjallabaki.
2 teymi: Ingi/Frosti, Hemmi/Monsa.
Leitað var að manni sem hafði síðast sést í skálanum að Álftavatni 25.ágúst. Talið var að hann hafi ætlað að Þórsmörk og þaðan yfir að Skógum. Leit hófst í birtingu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn í Markarfljóti um klukkan 15.00.

18. Útkall 10. og 11. september. Leit að fólki eftir slys á Viðeyjarsundi.
3 teymi báða dagana: Hemmi/Monsa, Elín/Skotta, Tóti/Púki.
Útkall barst um klukkan 06.00 á laugardagsmorgninum. Skemmtibátur hafði siglt á sker á Viðeyjarsundi. 3 björguðust en tveggja var saknað, maður og kona. Konan fannst látin.
Leitað var að manninum á laugardeginum og sunnudeginum án árangurs. Víðamikil leit hefur verið skipulögð laugardaginn 17.september.

19. Útkall 17.september. Framhald eftir sjóslys 10.sept.
3 teymi: Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna, Hemmi/Monsa.
Leitað var að manninum sem enn var saknað eftir sjóslysið síðustu helgi. Hundateymin okkar mættu á svæðið klukkan 09.30 og fengu 2 svæði sem þau skiptu með sér. Þau náðu frá Varmá í Mosfellsbæ að Geldingarnesi. Teymi kláruðu leit klukkan 11.30. Maðurinn fannst svo um klukkan 17.30 með neðansjávarmyndavél á þeim stað á Viðeyjarsundi þar sem talið er að bátnum hafi hvolft.

20. Útkall 14.desember. Leit að manni í Öskjuhlíð og nágrenni.
5 teymi: Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna, Susanne/Sámur, Elín/Skotta, Ingi/Frosti.
Leitað var að 18 ára gömlum manni sem saknað var. Útkall barst um klukkan 18.00.
Teymi leituðu kirkjugarðinn í Fossvogi niður að sjó, meðfram sjónum, svæði við Perluna og skógræktarsvæðið í Fossvogsdalnum. Síðasta teymi lauk leit klukkan 21.45.
Leit bar engan árangur.

21. Útkall 15.desember. Framhald leitar í Öskjuhlíð og nágrenni.
5 teymi: Susanne/Sámur, Ragga/Jökull, Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna.
Útkall barst 10.30. Teymi hófu leit rúmlega 11.00. Teymi leituðu fjörur frá Skerjafirði að Kársnesi. Leit afturkölluð klukkan 12.00. Maðurinn fannst í sjónum við Nauthólsvík af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var látinn.