Útköll 2006


Útköll 2006

1. Útkall 2.janúar. Leit að manni í Búðardal.
4 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna. Í viðbragðsstöðu: Hemmi/Monsa.
Rétt eftir miðnætti var óskað eftir hundum til leitar að manni í Búðardal.
Leit var afturkölluð um klukkan 01.45. Maðurinn fundinn.

2. Útkall 17.janúar. Leit að manni í Kópavogi.
5 teymi: Hemmi/Monsa, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta, Susanne/Sámur, Ingi/Frosti.
Um klukkan 14.30 var kallað út til leitar að manni í Kópavogi. Teymi gerðu sig klár og héldu á staðinn en leit var svo afturkölluð um klukkan 16.00. Maður fundinn.

3. Útkall 18.febrúar. Leit að manni á höfuðborgarsvæðinu.
2 teymi: Ingi/Frosti, Elín/Skotta.
Útkall barst aðfararnótt laugardagsins 18.febrúar um klukkan 03.00. Leitað var að manni sem hafði verið saknað frá því fyrr um daginn. Leit afturkölluð um klukkan 08.00. Maður fundinn heill á húfi.

4. Útkall 10.apríl. Leit að manni í snjóflóði í grennd við Fáskrúðsfjörð.
2 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti. Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna í viðbragðsstöðu.
2 menn á vélsleðum lentu í snjóflóði í Hoffellsdal. Annar mannanna náði að forða sér frá flóðinu og kalla út björgunarsveitir. Beðið var um hunda frá sveitinni klukkan 18.20 og gerðu 4 teymi sig klár til að fara með farþegaflugvél austur. Þegar á flugvöllinn var komið var ljóst að aðeins 2 teymi kæmust með vélinni. Allar björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út og í þeim hópi voru 4 leitarhundar. Leit var afturkölluð klukkan 20.20. Það var leitarhundur sem fann manninn rúmum tveim tímum eftir að flóðið féll og báru lífgunartilraunir ekki árangur.

5. Útkall 14.apríl. Leit að tveimur vélsleðamönnum á Langjökli.
3 teymi: Hemmi/Monsa, Ingi/Frosti, Elín/Skotta.
Útkall barst að morgni 14.apríl. Tveir vélsleðamenn fóru í ferð um miðjan dag 13.apríl á Langjökul og áætluðu að koma aftur milli kl.18 og 19 sama dag. Þegar ekkert spurðist til þeirra höfðu ættingjar samband við lögreglu og kallaði hún til björgunarsveitir. Víðtæk leit hófst og fann þyrla Landhelgisgæslunnar mennina heila á húfi um 8 kílómetra frá Hallmundarhrauni en þar höfðu þeir skilið sleðana sína eftir. Teymi voru komin að jaðri Langjökuls þegar leit var afturkölluð.

6. Útkall 14.-16.maí. Leit að 17 ára pilti sem saknað er á Mývatnsöræfum. Pilturinn fór fótgangandi frá Grímstungu sem er í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum.
4 teymi: Maurice/Stjarna, Hemmi/Monsa 14.-15 maí. Ingi/Frosti, Elín/Skotta 15.-16.maí.
Beðið var um hunda til leitar seinnipart 14.maí. Maurice og Hermann fóru með þyrlu frá danska herskipinu Triton á leitarsvæði um klukkan 20.30. Teymi leituðu fram undir morgun. Seinnipart 15.maí fóru Ingimundur og Elín með flugél áleiðis á leitarsvæði. Teymi leituðu fram á morgun 16.maí. Síðast heyrðist í piltinum í GSM síðla nætur 14. maí og hófst leit um miðjan þann dag. Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir piltsins og stendur leit enn yfir þegar þetta er skrifað. Innskot 22.maí. Pilturinn sem hefur verið leitað að fannst látinn að kveldi 21.maí.

7. Útkall 25.maí. Leit að manni sem hafði farið frá Staðarfelli í Dölum.
5 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna, Ragga/Jökull, Hemmi/Monsa.
Landsbjörg bað um hunda til leitar að manni sem var saknað, en hann hafði farið frá Staðarfelli í Dölum. Beiðni til leitar barst klukkan 06.30. Teymi voru að leggja af stað þegar leit var afturkölluð. Maður fundinn.

8. Útkall 3.júlí. Leit að aldraðri konu í Fossvogi.
2 teymi: Ragga/Jökull, Hermann/Monsa.
Beðið var um hunda til leitar að konu um áttrætt sem saknað var í Fossvoginum. Teymi voru að hefja leit þegar útkall var afturkallað um klukkan 21.00. Konan fundin heil á húfi.

9. Útkall 2.ágúst. Leit að manni á Ströndum.
3 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Hemmi/Monsa.
Maður um þrítugt hafði orðið viðskila við gönguhóp sem hann var að ganga með á fjallið Klakk í Kollafirði. 3 teymi voru ræst út og voru lögð af stað þegar leit var afturkölluð. Maður fundinn heill á húfi.

10. Útkall 8.-9. ágúst. Leit að manni í Skaftafelli.
3 teymi: Hemmi/Monsa, Ingi/Frosti, Elín/Skotta.
Leitað var að manni sem hafði síðast sést um klukkan hálftvö aðfararnótt mánudagsins. 3 teymi fóru á staðinn frá BHSÍ. Hófu þau leit seinnipart mánudags og leituðu með hléum fram á morgun á þriðjudegi er maðurinn fannst hrakinn og þrekaður um áttaleytið. Hann fannst um 5 km fyrir sunnan þjóðveg eitt milli Skaftafellsár og Skeiðarár eftir að spor hans höfðu fundist í sandinum.

11. Útkall 29.október. Leit að manni í Búðardal.
5 teymi: Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna, Hermann/Monsa, Elín/Skotta, Ingimundur/Frosti.
Beðið um hunda til leitar kl. 16.45. Afturkallað 17.05 þegar teymi voru að gera sig klár. Maður fundinn.

12. Útkall 29.október. Leit að manni við Nesjavelli.
4 teymi: Ingimundur/Frosti, Ragga/Jökull, Elín/Skotta, Maurice/Stjarna.
Klukkan 19.40 var beðið um hunda til leitar að manni sem hafði verið saknað síðan fimmtudaginn 26.okt. Hafði bíll hans fundist vestan Nesjavallavirkjunnar. Teymi leituðu svæði sitthvorum meginn við Nesjavallaveg og náði svæðið frá bíl mannsins að afleggjara að Hafravatni. Það var hundurinn Frosti sem fann svo manninn látinn rétt fyrir miðnætti í Dyrdal við Dyrfjöll sem eru vestan við Nesjavallavirkjun.

13. Útkall 7.desember. Leit á Laugavatni.
5 teymi: Elín/Skotta, Ragga/Jökull, Hemmi/Monsa, Maurice/Stjarna, Ingi/Frosti.
Klukkan 11.10 var beðið um hunda til leitar á Laugavatni. Leit afturkölluð klukkan 12.00. Aðili fundinn.