Útköll 2009

Útkall 13.febrúar. Leit við Húsavíkurfjall. Snjóflóð.
1 teymi: Hlynur/Moli.
Tveir drengir voru á svæðinu þar sem flóðið varð en þeir voru heilir á húfi.
Beðið var um hundateymi á staðinn til að útiloka að enginn væri í flóðinu.

Útkall 4.-5.mars. Leit á svæðum kringum Reynisvatn.
6 teymi: Halldór/Skuggi, Ingibjörg/Píla, Kristinn/Tása, Snorri/Kolur, Valur/Funi, Maurice/Stjarna.
Leitarteymi frá BHSÍ leituðu að Aldísi Westergren 4. mars á svæðum kringum Reynisvatn.
Leit bar engan árangur og var haldið áfram 5.mars.
Hin týnda fannst svo látin 21. mars í Langavatni.

Útkall 28.mars. Skessuhorn snjóflóðahætta.
4 teymi: Ingimundur/Frosti, Maurice/Stjarna, Kristinn/Tása, Hermann og Monsa.
Beðið var um hunda til að vera í viðbragðsstöðu við Skessuhorn vegna snjóflóðahættu.
Kona úr 12 manna gönguhóp hafði fallið og slasast og barst hjálparbeiðni frá hópnum um klukkan 14.
Erfitt var að komast að hópnum vegna slæms skyggnis og veðurs.
4 teymi fóru á staðinn um klukkan 16.30.
Aðgerðum lauk um klukkan 22 en þá var konan flutt á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Um 120 einstaklingar tóku þátt í aðgerðum.

Útkall 14.maí. Leit að manni í Mosfellsbæ.
6 teymi: Kristinn/Tása, Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna, Gunnar/Krummi, Ingibjörg/Píla, Anna/Kópur.
Teymi aðstoðuðu við leit að manni er saknað var í Mosfellsbæ.
Leit var afturkölluð um klukkan 22.30 en maðurinn fannst þá heill á húfi.

Útkall 28.júní. Leit að manni.
2 teymi: Kristinn/Tása, Halldór/Skuggi.
Beðið var um hunda til leitar að manni frá Hafnarfirði en hans hafði verið saknað síðan um eittleytið í nótt.
Leituð voru svæði kring um Straumsvík, Krísuvíkurveg og suðureftir.
Hundar voru kallaðir út um klukkan 15 en maðurinn fannst um klukkan 16.50 heill á húfi.

Útkall 21.-22.júní. Leit á Nesjavallasvæði.
7 teymi : Maurice/Stjarna, Ingi/Frosti, Kristinn/Tása, Snorri/Kolur, Gunnar/Krummi, Halldór/Skuggi, Ingibjörg/Píla.
Beðið var um hunda til leitar að manni á Nesjavallasvæðinu.
Útkall barst um 20.45 og þá héldu fyrstu teymi á svæðið.
6 teymi leituðu um kvöld og fram undir morgun en þá var farið í hvíld.
1 teymi mætti svo á staðinn er leit hófst aftur um morguninn.
Voru þá 2 teymi á leiðinni frá Patreksfirði til að aðstoða.
Þess þurfti þó ekki með, maðurinn fannst heill á húfi eftir hádegi 22.júní.

Útkall 1.ágúst. Leit að göngumanni við Hrauneyjar.
3 teymi : Kristinn/Tása, Snorri/Kolur, Ingimundur/Frosti.
Viðbragðsstaða, leit var afturkölluð áður en teymi héldu af stað.

Útkall 8.ágúst. Leit Laugavatni.
2 teymi: Snorri/Kolur, Kristinn/Tása.
Beðið var um hunda til leitar að manni sem hafði ekki skilað sér á gistisvæði.
Teymi voru lögð af stað er útkallið var afturkallað.
Maður fundinn heill á húfi.

Útkall 12.ágúst. Fimmvörðuháls.
3 teymi: Gunnar/Krummi, Kristinn/Tása, Ingibjörg/Píla.
Klukkan 2 um nótt var beðið um hunda til leitar að slasaðri konu á Fimmvörðuhálsi.
Teymi héldu af stað en leitin var svo afturkölluð rúmlega 3 en þá var konan fundin.