Vetrarnámskeið BHSÍ að Kröflu mars 2011

Vetrarnámskeið BHSÍ var að þessu sinni haldið í Kröflu dagana 26-30 Mars. Þáttakendur á námskeiðinu voru 29 með 25 hunda.

Námskeiðið fór fram við hinar bestu aðstæður alla dagana. Dagskrá námskeiðsins var með hefðbundnum hætti. Aðalfundur sveitarinnar var haldinn á laugardagskvöldinu þar sem tveir nýir komu inn í stjórn, þau Elín Bergsdóttir og Maurice Zschirp. Þá var samþykkt breyting á lögum sveitarinnar varðandi tímasetningu aðalfundar og reikningsár. Á sunnudagskvöld var fyrirlestur um snjóflóðaútkallið sem svo var fylgt eftir með verklegri æfingu kvöldið eftir þar sem æfð var leit með hundum, snjóflóðastöngum og ýlum. Námskeiðinu lauk á miðvikudagskvöldið með afhendingu viðurkenninga.

Viljum við sérstaklega þakka starfsfólki Kröflustöðvar fyrir velvilja í okkar garð og einnig þeim sem mættu á námskeiðið til að aðstoða okkur við þjálfunina.

Árangur á námskeiðinu var eftirfarandi.

C-próf
Ásgeir Eggertsson með Tinna
Drífa Gestsdóttir með Casey

B-próf
Anna Þórunn Björnsdóttir með Urði
Eyþór Fannberg með Byl
Hafdís Ólafsdóttir með Breka
Ingibjörg Guðmundsdóttir með Pílu
Jónas Þrastarson með Keano
Viðar Einarsson met Tinna

A-endurmat
Auður Yngvadóttir með Skímu
Ingimundur Magnússon með Frosta
Kristinn Guðjónsson með Tásu
Skúli Berg með Patton
Snorri Þórisson með Kol
Þröstur Reynisson með Lassa