Vetrarnámskeið mars 2008

Árlegt vetrarnámskeið BHSÍ var haldið dagana 8. til 14. mars á Steingrímsfjarðarheiði en þátttakendur héldu til á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

29 teymi tóku þátt og nutu aðstoðar unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar frá Ísafirði, Björgunarsveitarinnar Dagrenningar frá Hólmavík auk atvinnufígurantanna Rúnars, Sigurðar, Sigrúnar og Ægis.
Leiðbeinendur voru Lisbeth og Oddbjorn frá Noregi auk Halldórs, Ingimundar og Þóris. Leiðbeinendanemar voru Hlynur, Kristinn og Maurice og námskeiðsstjóri var Auður Yngvadóttir.

Auk hefðbundinna æfinga var haldinn aðalfundur að kvöldi 8. mars þar sem fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og er einn liður í þeim inntaka nýrra félaga og voru að þessu sinni teknir inn 9 aðilar.

Einnig fór fram útkallsæfing að kvöldi 9. mars þar sem sett var upp leit að 9 manns í umfangsmiklu snjóflóði. Færum við Lögreglunni á Hólmavík bestu þakkir fyrir aðstoðina við að gefa æfingunni aukinn raunveruleikablæ. Einnig voru haldnir fyrirlestrar um ýmis málefni tengd björgun og leit í snjóflóðum.

Veður var með besta móti alla dagana nema einn dag þegar skyggni var frekar slæmt vegna skafrennings.

Þeir sem luku prófi voru:
A endurmat
Hermann og Monsa
Ingimundur og Frosti
Maurice og Stjarna

A próf
Anna og Kópur
Halldór og Skuggi
Nick og Skessa
Valur og Funi

B próf
Auður og Skíma
Ágúst og Balti
Björk og Krummi
Hörður og Skvísa
Jóna og Tinni
Skúli og Patton

C próf
Emil og Gríma
Hafdís og Bekka
Ingibjörg og Píla
Jóhanna og Morris
Rakel og Dímon
Sigrún og Perla
Smári og Skytta

Sérstakar þakkir BHSÍ fá:
Unglingadeildin Hafstjarnan frá Ísafirði
Björgunarsveitin Dagrenning frá Hólmavík
Rúnar, Sigurður, Sigrún og Ægir
Stormur ehf (Polaris) fyrir lán á fjórhjóli á beltum
Vinur Krissa fyrir lán á sleða
Lögreglan á Hólmavík
Starfsfólk á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp