Vetrarnámskeið Mýrdalsjökli

Vetrarnámskeið BHSÍ var haldið á Mýrdalsjökli daganna 17. – 22. mars. Gist var í Drangshlíð og kunnum við staðarhöldurum bestu þakkir fyrir frábæra aðstöðu.

21 teymi var skráð á námskeið og var þeim skipt á þrjú svæði. Leiðbeinendur voru: Jan Kristiansen frá Norske Redningshunder, Ingimundur Magnússon og Þórir Sigurhansson. Ásamt þeim var einn leiðbeinandanemi á hverju svæði: Halldór Halldórsson, Auður Yngvadóttir og Hlynur Snæbjörnsson. Einnig voru tveir gestir frá SARDA Lakes Bretlandi, þau Chris Francis og Chrystine Judge.

Veðrið var mjög gott alla daga og gengu æfingar og próf mjög vel. Námskeiðið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem sveitin missti einn af sínum bestu útkallshundum og einhverjir fengu að glíma við flensupúkann. En þrátt fyrir skin og skúrir náðist góður árangur og náðu eftirfarandi sínum takmörkum í þetta sinn :

Halldór Halldórsson útskrifaðist sem leiðbeinandi.

Hermann og Monsa A-endurmat.
Ingimundur og Frosti A-endumat.
Maurice og Stjarna A-endurmat.
Susanne og Sámur A-endurmat.
Þórir og Púki A-endurmat.
Ragga og Jökull A-próf.
Bríet og Skutla B-próf.
Gunnar og Krummi B-próf.
Björk og Krummi C-próf.
Björn og Stormur C-próf.
Nikulás og Skessa C-próf.
Snorri og Kolur C-próf.

Einnig fengu þau Rúnar og Guðbjörg Kötubörn afhent viðurkenningarskjöl fyrir að ná A gráðu í fígúrantaflokki.

Sveitin þakkar öllum sem komu að námskeiðinu á einn eða annan hátt, kærlega fyrir alla aðstoð.